Persónuverndarstefna Dælunnar ehf.

Tilgangur og lagaskylda

Dælan ehf. er umhugað um réttindi einstaklinga er varða persónuupplýsingar og meðhöndlun þeirra. Dælan leggur áherslu á að allar persónuupplýsingar séu meðhöndlaðar með lögmætum og sanngjörnum hætti. Persónuverndarstefna Dælunnar er sett í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og meðhöndlun persónuupplýsinga, og reglugerð ESB nr. 2016/679 (GDPR) um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og slíkra upplýsinga.

Í persónuverndarstefnu Dælunnar kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig þær eru meðhöndlaðar.

Upplýsingar

Þegar þú velur að eiga viðskipti við okkur og nýta þér persónubundna þjónustu okkar, s.s. sækja um Dælu viðskiptakort þá ert þú beðinn um að veita okkur tilteknar upplýsingar um þig. Þessum upplýsingum söfnum við til þess að við getum veitt þér yfirsýn yfir viðskipti þín við okkur og til þess að við getum boðið þér persónulega þjónustu. Sem dæmi um upplýsingar sem við söfnum og vinnum með er nafn þitt, kennitala, heimilisfang, símanúmer og tölvupóstfang. Viðskiptasögu þína hjá okkur, það er hvaða vöru þú hefur keypt hjá okkur þegar þú notar viðskiptakort Dælunnar. Einnig á þetta við tölvupóstsamskipti sem þú velur að eiga við starfsmenn Dælunnar.

Við kunnum að deila persónuupplýsingum með eftirfarandi þriðju aðilum eftir því sem við á að teknu tillitli til tilgangs og eðli vinnslunnar, s.b.r. yfirvöldum, s.s löggæsluyfirvöldum, innheimtufyrirtækjum, sérfræðingum okkar, s.s. endurskoðendum, lögfræðingum og ytri ráðgjöfum.

Upplýsingaöryggi

Upplýsingarnar eru geymdar í þann tíma sem heimilt er samkvæmt gildandi löggjöf og verður þeim eytt um leið og þær teljast ekki lengur nauðsynlegar. Tímabilið er háð eðli upplýsinganna og ástæðu fyrir geymslu upplýsinganna. Það er því ekki hægt að tilgreina almenn tímamörk fyrir varðveislu upplýsinga

Þinn réttur

Þú hefur rétt á að fá upplýsingar um það hvaða persónuupplýsingar um þig er unnið með. Þú getur auk þess hvenær sem er andmælt því að slíkar upplýsingar séu nýttar. Þú getur einnig afturkallað samþykki fyrir vinnslu upplýsinga um þig. Ef upplýsingar um þig sem unnið er með reynast rangar hefur þú rétt á að þær verði leiðréttar eða þeim eytt. Þú getur haft samband við okkur á daelan@daelan.is eða í síma 5193560. Ef þú hefur kvörtun fram að færa um vinnslu okkar á persónuupplýsingum um þig geturðu einnig haft samband við Persónuvernd